Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræða aukna samvinnu

OS-og-Jonas-3-nov
OS-og-Jonas-3-nov

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á aukna samvinnu Norðurlandanna, m.a. í öryggismálum á fundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór samhliða þingi Norðurlandaráðs í morgun. Sagði ráðherra að á meðal þess sem Íslendingar hefðu fram að að færa væri þekking og reynsla í björgunaraðgerðum, t.d. rústabjörgun.

Á fundi ráðherranna var eftirfylgni við skýrslu Thorvalds Stoltenbergs um nánara samstarf Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum rædd, m.a. aukin samvinna er kemur að rekstri sendiráða og netöryggi.

Þá ræddu ráðherrarnir norðurslóðamál og ástand mála í Afganistan og Mið-Austurlöndum.  Ennfremur ræddu þeir utanríkisviðskipti, stöðu fríverslunarsamninga, Doha viðræðnanna og þróun innri markaðar Evrópu, sem löndin eru öll hluti af í gegnum aðild að Evrópusambandinu og EES-samningnum.

Hér má lesa texta ályktunar fundar utanríkisráðherranna (á ensku):

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta