Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræða aukna samvinnu
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á aukna samvinnu Norðurlandanna, m.a. í öryggismálum á fundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór samhliða þingi Norðurlandaráðs í morgun. Sagði ráðherra að á meðal þess sem Íslendingar hefðu fram að að færa væri þekking og reynsla í björgunaraðgerðum, t.d. rústabjörgun.
Á fundi ráðherranna var eftirfylgni við skýrslu Thorvalds Stoltenbergs um nánara samstarf Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum rædd, m.a. aukin samvinna er kemur að rekstri sendiráða og netöryggi.
Þá ræddu ráðherrarnir norðurslóðamál og ástand mála í Afganistan og Mið-Austurlöndum. Ennfremur ræddu þeir utanríkisviðskipti, stöðu fríverslunarsamninga, Doha viðræðnanna og þróun innri markaðar Evrópu, sem löndin eru öll hluti af í gegnum aðild að Evrópusambandinu og EES-samningnum.
Hér má lesa texta ályktunar fundar utanríkisráðherranna (á ensku):