Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr formaður og varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Kristveig Sigurðardóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
Kristveig Sigurðardóttir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað Kristveigu Sigurðardóttur formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og Rósu Björk Halldórsdóttur varaformann.

Kristveig hefur starfað hjá Almennu verkfræðistofunni frá árinu 2007 og er formaður Vistbyggðarráðs. Hún vann áður við landvörslu í Jökulsárgljúfrum. Kristveig lauk B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004 og Civ.Ing. prófi frá Kungliga Tekniska Högskolan i Stokkhólmi 2007með áherslu á umhverfis- og skipulagsmál. Lokaverkefni hennar þar fjallaði um skipulag þjóðgarða. Hún hefur réttindi til að vera matsaðili fyrir BREEAM International umhverfisvottunarkerfið.

Rósa Björk Halldórsdóttir er verkefnastjóri hjá Vatnajökull Travel en starfaði sem framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls þar til í september á þessu ári. Ríki Vatnajökuls er ferðaþjónustu- matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Rósa hefur setið í stjórn Markaðsstofu Suðurlands frá stofnun hennar. Hún er menntaður leiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Anna Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, lætur af störfum að eigin ósk. Hún hefur verið formaður stjórnarinnar frá því í júlí 2007 en þjóðgarðurinn var formlega stofnaður 7. júní 2008.

Umhverfisráðherra skipar formann og varaformann stjórnar Vatnajökulsþjóðgars. Aðrir í stjórn eru formenn fjögurra svæðisráða þjóðgarðsins og fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum. Einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum á áheyrnaraðild að fundum stjórnarinnar.

Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs.

Rósa Björk Halldórsdóttir, varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
Rósa Björk Halldórsdóttir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta