Þrír bankar fengu norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin 2010
Norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin voru afhent þremur bönkum við athöfn í Íslensku óperunni í gær. Bankarnir Merkur Andelskasse, Ekobanken og Cultura fengu verðlaunin fyrir sjálfbæra bankastarfsemi.
Bankastjórarnir Lars Hektoen, Annika Laurén og Lars Pehrson sögðu við það tilefni að það hefði vissa táknræna merkinu að verðlaunin væru afhent á Íslandi, því norræna ríki sem hvað mest hefði orðið fyrir barðinu á ósjálfbærri bankastarfsemi. Þau sögðu að nú væri orðið tímabært að snúa aftur til grundvallarstarfsemi bankanna sem væri að skapa verðmæti fyrir þjóðfélagið, ekki einungis örfáa hluthafa. Þannig mætti draga úr hættu á annarri fjármálakreppu.
Nánar um verðlaunaafhendinguna á norden.org.