Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Til starfa fyrir Barnahjálp SÞ í Pakistan

Ólöf Magnúsdóttir hefur hafið störf sem upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Pakistan. Hlutverk hennar er að miðla upplýsingum innan stofnunarinnar og utan um afleiðingar flóðanna sem urðu í Pakistan síðsumars.

Talið er að um 1.700 manns hafi týnt lífi í flóðunum og að um hátt í tvær milljónir húsa hafi eyðilagst og þannig gert vel á annan tug miljóna fólks heimilislaust. Ennþá hefst fjöldi fólks, einkum konur og börn, við í skólum á flóðasvæðinu og í tjöldum sem reist hafa verið meðfram vegum. Þessu fólki þarf að útvega nauðsynjar, mat, vatn og klæði. Það hefur glatað lifibrauði sínu - búpeningi, uppskeru eða atvinnurekstri.

Gert er ráð fyrir að Ólöf verði við störf í Pakistan til loka janúar. Ólöf fer á vegum utanríkisráðuneytisins en hún er á viðbragðslista fjölmiðlafólks sem ráðuneytið og Barnahjálp SÞ standa að. Annar af þessum viðbragðslista, Sveinn H. Guðmarsson, starfar nú hjá Barnahjálpinni í Jemen.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta