Utanríkisráðherra fundar með yfirmanni herafla NATO
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með James G. Stavridis aðmírál, yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins, sem kom í stutta heimsókn til Íslands. Á fundinum ræddu þeir nýja grunnstefnu NATO sem lögð verður fram á leiðtogafundi bandalagsins nú í nóvember, samskipti NATO við Rússa, nýjar öryggisógnir, þ.á.m. netöryggi, og öryggismál á Norðurslóðum.