Fyrsta námskeið sinnar tegundar
Ráðherrar, aðstoðarmenn og ráðuneytisstjórar sátu námskeið í Kríunesi við Elliðavatn síðdegis í gær. Páll Hreinsson hæstaréttardómari lýsti lagalegri umgjörð ráðherrastarfsins, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor flutti erindi um starfshætti ríkisstjórna og Hildur Jónsdóttir jafnréttissérfræðingur Stjórnarráðsins fjallaði um samþættingu kynjasjónamiða í störfum ráðuneyta. Um 30 manns sóttu námskeiðið, sem var skipulagt af Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðs Íslands sem settur var á laggirnar í ágúst 2010.