Póstkort skólabarna um framtíðina
63 nemendur í 3. bekk Hörðuvallaskóla mættu á Alþingi í dag 8. nóvember og afhentu Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis póstkort til allra alþingismanna í tilefni af Athafnavikunni. Hver þingmaður fékk póstkort frá einum nemanda þar sem sendandi lýsir því hvað hann óskar sér að verða þegar skólagöngu lýkur. Þetta eru sterk skilaboð um framtíðarsýn íslenskra barna. Fulltrúi nemenda flutti ávarp og svo afhenti hver nemandi sitt kort.