Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Framvinduskýrsla ESB um Ísland birt

Framkvæmdastjórn ESB birti í dag skýrslu um framvindu samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins um aðild að ESB. Í framvinduskýrslunni, sem er hluti af föstu verklagi í stækkun ESB, er lagt mat þróun efnahags- og stjórnmála á Íslandi frá því febrúar til október 2010 og reifað hvaða málefni helst þarf að ræða í fyrirhuguðum samningaviðræðum.

Meginstöður framvinduskýrslunnar eru að Ísland uppfyllir öll pólitísk og efnahagsleg skilyrði aðildar að ESB. Fram kemur á Ísland sé stöðugt lýðræðisríki með styrkar stofnanir og taki virkan þátt í baráttu fyrir mannréttindum. Í skýrslunni er lokið lofsorði á lagabreytingar í því skyni að styrkja sjálfstæði íslenskra dómstóla hvað varðar skipan dómara, og er mikilvægi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og aðgerða embættis sérstaks saksóknara undirstrikað. Í skýrslunni er bent á að þrátt fyrir skiptar skoðanir á Íslandi um mögulega aðild að ESB þá fari stuðningur við samningaferlið vaxandi.

Í skýrslunni er að finna yfirlit um málefni fyrirhugaðra samningaviðræðna. Fram kemur að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta löggjafar ESB í gegnum EES-samninginn en jafnframt bent á málefnasvið sem út af standa. Þar má nefna löggjöf um náttúruvernd, takmarkanir á erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi, auk þess sem framkvæmdastjórn ESB leggur mat á hvar styrkja þarf stofnanir til að Ísland geti axlað skyldur og notið ávinnings mögulegrar aðildar.

Hinn 15. nóvember hefst svokölluð rýnivinna þar sem sérfræðingar Íslands og Evrópusambandsins munu fara yfir efni hina þá 33 kafla löggjafar ESB. Í þessari rýnivinnu verður nákvæmlega skilgreint hvar löggjöf Íslands og ESB er frábrugðin, um hvað þarf að semja og að því loknu verða eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla opnaðar.

Framvinduskýrslan er hér í viðhengi (á ensku) auk niðurstaðna

Íslensk þýðing skýrslunnar (pdf skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta