Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kanni lögmæti auglýsinga frá Betsson
Dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur beint því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að kanna lögmæti auglýsinga frá veðmálafyrirtækinu Betsson sem birtar eru á strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lögum um happdrætti (nr. 38/2005) er bannað að auglýsa, kynna eða miðla upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir hér á landi, hvort sem sú starsfemi er rekin hérlendis eða erlendis. Leiki grunur á að brotið sé gegn þessu ákvæði happdrættislaga verður að bregðast við slíku.