Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Aðildarumsókn Íslands rædd og kynnt í Stokkhólmi

Centralen_enlargement_12_nov_2010-060
Centralen_enlargement_12_nov_2010-060

„Umsókn Íslands nýtur víðtæks stuðnings í höfuðborgum Evrópusambandsríkja sem eru þess fullkomlega meðvituð, að ef af aðild Íslands verður,  mun það efla ESB.  Ekki síst mun rödd Norðurlandanna styrkjast innan ESB.  Íslenska þjóðin getur einnig miðlað af sérþekkingu sinni hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, umhverfisvæna orkuöflun, langa lýðræðishefð og reynslu sína og þekkingu á norðurslóðum.“

Þetta sagði ráðuneytisstjórinn í sænska Evrópuráðuneytinu, Oscar Wåglund Söderström, á morgunfundi, Stækkun Evrópusambandsins og aðildarumsókn Íslands, sem haldinn var 12. nóvember í Stokkhólmi. Fundarboðendur voru Norden í Fokus, Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn og skrifstofa ESB í Stokkhólmi. Á annað hundrað manns mættu til fundarins, þar sem framsögumenn voru auk Söderströms, Axel Wallden, sviðsstjóri hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel, og Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra.

Wallden sagði m.a.að frá því að Ísland skilaði inn umsókn sinni hefði ferlið gengið vel fyrir sig.  „Sú staðreynd að eiginlegar samningaviðræður munu væntanlega hefjast á fyrri hluta næsta árs, sýnir að íslensk yfirvöld kunna til verka,“ sagði hann. 

Guðmundur Árni rakti í ræðu sinni þau sjónarmið sem efst væru á baugi á Íslandi varðandi umsókn Íslands.  Tíundaði hann nokkur helstu rök andstæðinga og stuðningsfólks í þeim efnum og fór yfir fyrirsjáanlega erfiða samningskafla, svo sem á vettvangi sjávarútvegsmála og landbúnaðar.

Síðdegis sama dag var Íslands með í kynningardagskrá undir yfirskriftinni Ditt Europa (Þín Evrópa), sem fram fór á aðallestarstöðinni í Stokkhólmi (Centralen) og skipulögð var af sænsku Evrópusambandsskrifstofunni.  Sendiráð umsóknarlandanna. Albaníu, Króatíu, Serbíu, Tyrklands, Makedóníu og Íslands tóku þátt í dagskránni, auk sænska utanríkisráðuneytisins.  

Per Schellekens, forstöðumaður ESB skrifstofunnar í Svíþjóð, ræddi við sendiherra Íslands um landið almennt svo og ESB aðildarumsóknina; sýnt var nýjasta kynningarmyndband Ferðamálastofu um Ísland og spurningakeppni var haldin með bókaverðlaunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta