Athafnateygjan 2010
Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir opnaði formlega Athafnaviku þann 15. nóvember s.l. og veitti viðtöku Athafnateygju Innovit.
Markmið Athafnateyjunnar er að mæla hversu miklu íslenska þjóðin getur komið í framkvæmd á einni viku og er teygjan hluti af Alþjóðlegri athafnaviku sem stendur yfir á sama tíma.
Það var Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Innovit sem afhenti iðnaðarráðherra fyrstu Athafnateygju ársins 2010.