Ráðstefnan Samstarf og samstaða um framhaldsfræðslu haldin 19. nóvember
Mennta- og menningarmálaráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu um innleiðingu laga um framhaldsfræðslu föstudaginn 19. nóvember nk. Ráðstefnan sem hefur yfirskriftina Samstarf og samstaða um framhaldsfræðslu fer fram á Hótel Sögu og stendur frá kl. 09:00 til 16:00.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu um innleiðingu laga um framhaldsfræðslu föstudaginn 19. nóvember nk.
Ráðstefnan sem hefur yfirskriftina Samstarf og samstaða um framhaldsfræðslu fer fram á Hótel Sögu og stendur frá kl. 09:00 til 16:00.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun setja ráðstefnuna og meðal fyrirlesara verða Jón Torfi Jónasson prófessor, María Hildiþórsdóttir framkvæmdastjóri Fjölmenntar, Sabine Leskopf formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari, formaður Félags framhaldsskóla og Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri, formaður Leiknar, Samtaka fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi.
Ráðstefnustjóri Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri.
Skráning fer fram á eftirfarandi vef: www.gestamottakan.is/framhaldsfraedsla .
Dagskrá
Kl. 09:00 |
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Ávarp. |
09:20 |
Jón Torfi Jónasson, prófessor. Ævimenntun, framhaldsfræðsla og skólakerfið. Hvað þarf að hugsa upp á nýtt? |
10:00 |
Stefán Stefánsson, deildarstjóri. Staða innleiðingar framhaldsfræðslulaganna. |
10:20 | Hlé |
10:45 |
María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenntar. Menntunarmöguleikar fatlaðra á grundvelli framhaldsfræðslulaganna. |
11:00 | Sabine Leskopf, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Menntunarmöguleikar innflytjenda á grundvelli framhaldsfræðslulaganna |
11:15 |
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sýn atvinnulífsins á innleiðingu laganna. |
11:30 |
Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari, formaður Félags íslenskra framhaldsskóla. Samstarf símenntunarmiðstöðva og framhaldsskóla. |
11: 45 |
Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri, formaður Leiknar. Samstarf símenntunarmiðstöðva og framhaldsskóla. |
12:00 | Hádegisverðarhlé |
13:00 |
Störf vinnuhópa:
|
14:30 | Hlé |
14:45 | Skýrslur vinnuhópa. |
15:45 | Samantekt. |
16:00 |
Ráðstefnuslit. |