Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2010 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Umsagnarfrestur um lénafrumvarp framlengdur

Framlengdur hefur verið umsagnarfrestur um drög að frumvarpi um landslénið .is. Hægt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til föstudagsins 19. nóvember næstkomandi.

Meginmarkmiðið með frumvarpsdrögunum er að stuðla að gæðum, hagkvæmni og framþróun á sviði lénaumsýslu með því að setja lagaramma um lénaskráningar á Íslandi sem tryggir öryggi, skilvirkni og gagnsæi varðandi umsýslu með lén sem tilheyra landsléninu .is.  Markmið þess eru einnig að tryggja að um skráningu léna gildi skýrar reglur þar sem gætt er að hagsmunum almennings og að jafnræði aðila um aðgang sé tryggt. Auk þess má segja að tilgangur laga um landslénið .is sé að vernda ímynd Íslands, þ.e. að tryggja að .is sé gæðamerki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta