Forsætisráðherra á leiðtogafund NATO
Forsætisráðherra fór utan í dag vegna þátttöku í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem að þessu sinni er haldinn í Lissabon í Portúgal. Fundurinn hefst á morgun og stendur fram á laugardag.
Meginefni fundar leiðtogaráðsins verður ný grundvallarstefna Atlantshafsbandalagsins og áherslur. Einnig verður fundur í NATO-Rússlands ráðinu, svo og fundur leiðtoga þeirra 50 ríkja sem taka þátt í alþjóðlegum öryggis- og uppbyggingarsveitum í Afganistan (ISAF).