Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM rætt á Akureyri

Samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, hefur staðið í tíu ár um þessar mundir. Samstarfið hefur falist í því, að sérfræðingar í jafnréttismálum hafa starfað í stríðshrjáðum löndum á vegum Íslensku friðargæslunnar, starfsemi UNIFEM hefur notið vaxandi fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda og sérstakur samstarfssamningur er í gildi milli utanríkisráðuneytisins og landsnefndar UNIFEM á Íslandi.

Af þessu tilefni verður efnt til málþings í Háskólanum á Akureyri á morgun föstudag 19. nóvember frá kl. 10:00 - 15:00 til að ræða samstarfið, vægi þess og framtíð innan nýrrar Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem tekur yfir starfsemi UNIFEM frá næstu áramótum.

Landsnefnd UNIFEM á Íslandi, Utanríkisráðuneytið, Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri standa saman að málþinginu sem verður haldið í sal M102 í Sólborg og er öllum opið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta