Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Norðmenn kynna sér íslenska myndlist

norskir-syningarstjorar2
norskir-syningarstjorar2

Fagfólk úr norska myndlistargeiranum er komið til Íslands til að kynna sér íslenskt myndlistarlíf og heimsækja íslenskar menningarstofnanir og vinnustofur myndlistarmanna. Heimsóknin er liður í átaksverkefni utanríkisþjónustunnar og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar um að koma íslenskri myndlist á framfæri erlendis og efla tengsl á því sviði.

Níu manns eru í hópnum; sýningarstjórar, safnsstjórar, blaðamenn, eigendur gallería, safnarar og annað fagfólk.  Undirbúningur  hófst síðastliðið sumar þegar sendiráðið í Ósló, í samstarfi við safnsstjóra Astrup Fearnley safnsins í Ósló, Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur, efndi til kynningar á íslenskri myndlist fyrir á þriðja tug norskra aðila. 

Markmið verkefnisins er að efla samstarf og tengslanet milli Íslands og Noregs, skapa ný tækifæri til kynningar á íslenskum  listamönnum í Noregi og fyrir norska listamenn á Íslandi.  Kynningarmiðstöð íslenskar myndlistar skipuleggur heimsóknina í samstarfi við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Ósló. Að henni standa, auk utanríkisráðuneytisins,  mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íslandsstofa.  Icelandair leggur hópnum til styrk. Aðrir samstarfsaðilar eru Reykjavíkurborg, sendiráð Noregs á Íslandi, Norræna húsið, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarborg, Kling & Bang og fleiri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta