Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2010 Dómsmálaráðuneytið

Nýr vefur tengiliðar vegna vistheimila

Vefurinn tengilidur.is
Vefurinn tengilidur.is

Nýr vefur tengiliðar vegna vistheimila hefur verið opnaður á slóðinni tengilidur.is. Skrifstofu embættisins var fundinn staður í Tollhúsinu við Tryggvagötu 19 og þar hefur Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi, sem ráðin var í starf tengiliðar, hafið störf fyrir nokkru.

Starf tengiliðar vistheimila  felst m.a. í að koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kunna að eiga bótarétt samkvæmt lögunum. Hann  leiðbeinir líka þeim sem til hans leita um framsetningu bótakrafna í kjölfar innköllunar sýslumanns. Að auki aðstoðar hann fyrrverandi vistmenn, sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunar, við að sækja sér þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi stuðning, endurhæfingu og menntun.

Sýslumaðurinn á Siglufirði annast þau verkefni sem sýslumanni eru falin samkvæmt lögum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Um er að ræða eftirtalin heimili eða stofnanir: Vistheimilið Breiðavík, Heyrnleysingjaskólann, vistheimilið Kumbaravogi, vistheimilið Reykjahlíð, skólaheimilið Bjarg, vistheimilið Silungapoll, heimavistarskólann Jaðar, upptökuheimili ríkisins og unglingaheimili ríkisins. Sjá nánar á vefnum sanngirnisbaetur.is.

Tengiliður vistheimila
Tollhúsinu, Tryggvagötu 19
150 Reykjavík
Sími: 545 9045 / bréfasími: 563 7014
Netfang: [email protected]
Vefur: tengilidur.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta