Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2010 Matvælaráðuneytið

Nefnd um erlenda fjárfestingu skilar áliti um kaup í Stormi Seafood ehf.

Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráðherra áliti vegna kaupa Nautilus Fisheries Ltd. á 43,75% hlut í Stormi Seafood ehf. sem nefndin hefur haft til umfjöllunar. Mat nefndarinnar er að kaupin gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu.

Í lögum nr. 34/1991 kemur fram að skilyrði fyrir erlendu eignarhaldi í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum eru að slíkt fyrirtæki sé undir íslenskum yfirráðum og beint og óbeint eignarhald erlends aðila megi vera uppsafnað allt að 49%. Einnig er skilyrði að meirihluti stjórnar fyrirtækisins sé búsettur á Íslandi svo og framkvæmdastjóri þess. Þessum skilyrðum er fullnægt varðandi hið erlenda eignarhald í Stormi Seafood ehf.

Álit nefndar um erlenda fjárfestingu um kaup í Stormi Seafood ehf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta