Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2010 Matvælaráðuneytið

Nr. 71/2010 - Tilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram að ráðuneytið fór eftir tilnefningum fagstofnana við skipan í starfshóp um dragnótaveiðar í Skagafirði.


18. september 2009 sendi ráðuneytið Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnuninni og BioPol á Skagaströnd ósk um tilnefningu í umræddan starfshóp. Tilefnið var umræða og krafa heimamanna í Skagafirði um að sett yrði bann við botnlægum veiðum í firðinum. Þar var um að ræða bæði undirskriftalista almennra borgara og áskorun frá félagi smábátaeigenda á svæðinu og frá sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Jafnframt var horft til skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar nr. 150 2010 sem fjallar um dragnótaveiðar í Skagafirði.

Í framhaldi af þessu bréfi bárust ráðuneytinu eftirtaldar tilnefningar:

Frá Hafrannsóknastofnuninni: Jón Sólmundsson fiskifræðingur

Frá Veiðimálastofnun: Bjarni Jónsson fiskifræðingur

Frá BioPol: Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri

Val þessara manna var því ekki ákveðið af ráðherra.

Þá er rétt að það komi fram að umræddur starfshópur er ekki launaður sérstaklega heldur er um að ræða fast starf viðkomandi fyrir ofantaldar stofnanir.

Umræddur starfshópur hefur m.a. kallað eftir sérfræðiáliti þriggja aðila um málið en þeir eru:

Dr Þorleifur Eiríksson hjá Náttúrustofu Vestfjarða

Sigurðar Guðjónsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun

Dr. Stefán Óli Steingrímsson hjá Háskólanum á Hólum

Meðfylgjandi eru álitsgerðir þessara aðila og bréf sem sýna tilnefningu Veiðimálastofnunar.


 

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Umsögn Dr. Þorleifs Eiríkssonar

Álitsgerð Sigurðar Guðjónssonar

Álitsgerð Dr. Stefáns Óla Steingrímssonar

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta