Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Velferð til framtíðar 2010-2013

Velferð til framtíðar. Áherslur 2010-2013.
Velferð til framtíðar.

Velferð til framtíðar, stefnumótun Íslands um sjálfbæra þróun hefur nú verið uppfærð fyrir tímabilið 2010-2013 og hefur skýrslan verið gefin út á netinu. Stefnumörkun um sjálfbæra þróun var fyrst gefin út árið 2002 og hefur hún verið endurskoðuð á fjögurra ára fresti í tengslum við umhverfisþing, nú síðast á sjötta umhverfisþingi haustið 2009. Metþátttaka var á þinginu og endurspeglar hún vaxandi áhuga á umhverfismálum hér á landi.

Skýrslan skiptist í fjóra kafla um heilbrigt og öruggt umhverfi, vernd náttúru, sjálfbæra nýtingu auðlinda og hnattræn viðfangsefni. Í þessu riti er í fyrsta skipti fjallað um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, menntun á sviði sjálfbærrar þróunar og um varnir gegn slysum og ofbeldi.

Í viðaukum má finna fjölda ábendinga og tillagna sem komu frá fulltrúum á umhverfisþingi 2009 og athugasemdir sem bárust ráðuneytinu í kjölfar þingsins.

Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2010-2013. (pdf-skjal).

Umhverfisþings 2009.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta