Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2010 Matvælaráðuneytið

155 milljarða gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum

Hagstofa Íslands birtir nú öðru sinni ferðaþjónustureikninga, að þessu sinni fyrir tímabilið 2000–2008. Greint verður frá ferðaneyslu innanlands á árinu 2008 og dreginn upp ferðajöfnuður fyrir árið 2009. Ferðaþjónustureikningar hafa það hlutverk að meta efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúskapinn. Helstu hagtölur í ferðaþjónustu byggjast á niðurstöðum um útgjöld eða kaup erlendra ferðamanna á Íslandi, útgjöldum Íslendinga á ferð um eigið land og útgjöldum Íslendinga á ferðalagi erlendis.

Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Hlutur ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu var 4,6% á árinu 2008.
  • Heildarumsvif fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2008 námu ríflega 209 milljörðum króna eða sem svarar um 14% af vergri landsframleiðslu, og hefur þá verið áætlað fyrir umsvifum íslenskra ferða- og flugþjónustufyrirtækja vegna starfsemi utan Íslands.
  • Heildarferðaneysla innanlands á árinu 2008 var rúmlega 171 milljarður króna eða sem svarar rúmlega 11,5% af vergri landsframleiðslu.
  • Ferðaneysla innanlands skiptist þannig að kaup erlendra ferðamanna voru 93,5 milljarðar, ferðaneysla heimilanna um 67,5 milljarðar og kaup fyrirtækja og opinberra aðila 9,5 milljarðar króna.
  • Á árinu 2008 er áætlað að ríflega 9.200 manns hafi starfað við ferðaþjónustu eða um 5,1% af störfum alls.
  • Á árinu 2009 voru gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum 155 milljarðar króna að teknu tilliti til umsvifa íslenskra ferða- og flugþjónustufyrirtækja vegna starfsemi utan Íslands. Ferðaneysla erlendra ferðamanna innanlands var 112 milljarðar króna en 43 milljarðar króna eru tekjur vegna ferðamanna utan Íslands.


Ferðaþjónustureikningar 2000-2008 - Hagtíðindi

Talnaefni


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta