44 - 2010 Samkomulag ráðherraráðsins um eftirlit með akstursbrotum yfir landamæri
Líklegt er að samgönguráðherrar ríkja Evrópusambandsins muni ná samkomulagi 2. desember 2010 um mikilvægt umferðaröryggisatriði, þ.e. um samskipti vegna ökumanna sem brjóta umferðareglur í öðrum ríkjum ESB en þeirra heimaríki.
Með samkomulaginu verður aðildarríkjum heimilt að skiptast á upplýsingum um heimilisfang ökumanna. Samkomulagið leyfir að skipst sé á upplýsingum vegna átta tegunda umferðalagabrota: hraðaaksturs, að nota ekki öryggisbelti, aksturs á móti rauðu ljósi, ölvunaraksturs, að nota ekki hjálm, aksturs án heimildar og tal í farsíma undir stýri. Það ríki sem brot átti sér stað í mun geta óskað upplýsinga um ökutæki og ökumann frá heimaríki ökumanns sem gerir kleift að hefja innheimtuaðgerðir vegna sekta.
Þetta má lesa í 4093-hefti Europolitics.