Hoppa yfir valmynd
1. desember 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir heimsótti Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal, þriðjudaginn 23. nóvember ásamt fylgdarliði úr ráðuneytinu.

Framhaldsskolinn-a-Laugum
Framhaldsskolinn-a-Laugum

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal, þriðjudaginn 23. nóvember ásamt fylgdarliði úr ráðuneytinu. Að loknum hádegisverði með nemendum og starfsmönnum kynnti Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari á Laugum, metnaðarfullt starf framhaldsskólans. Þar er unnið markvisst þróunarstarf með áherslu á sjálfstæð vinnubrögð nemenda undir handleiðslu kennara. Þá var fundað með kennurum og aðstaða skólans skoðuð. Einnig var leikskólinn á staðnum heimsóttur, tónlistarskólinn og grunnskólinn, Litlulaugaskóli.  Þar tóku nemendur á móti ráðherra með frumsömdum ljóðum, ávörpum og söng. Starfsmenn fóru með gesti um skólahúsin og kynntu starfsemina. Í skólanum eru ólík viðfangsefni námsins fléttuð saman í fjölbreyttum verkefnum og listsköpun. Í lok heimsóknar voru menn sammála um að í Reykjadal stæði uppeldis- og menntunarstarf í miklum blóma og skólabragur jákvæður.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta