Nr. 74/2010 - 200 lesta aukning í skötusel
200 lesta aukning í skötusel
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð sem hækkar heildaraflamark í skötusel um 200 lestir og kemur til ráðstöfunar nú í desember. Umsóknir um úthlutun skulu sem fyrr berast Fiskistofu fyrir 10. desember og er verð á aflaheimildum 120 kr. á hvert kíló sem greitt er áður en úthlutun fer fram.
Úthlutunin nú er gerð samkvæmt heimild í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 með síðari breytingum. Með ákvörðuninni er breytt reglugerð nr. 734 29. september 2010. Heildaraflamark í skötusel fer við þessa breytingu úr 400 lestum í 600 lestir á yfirstandandi fiskveiðiári.
Góð reynsla er nú komin á sölu aflaheimilda í skötusel. Á fiskveiðiárinu 2009/2010 voru aflaheimildir seldar til 217 aðila og á yfirstandandi fiskveiðiári hafa 177 aðilar átt viðskipti við Fiskistofu vegna aflaheimilda í skötusel.