Vinnuhópur v/skýrslu starfshóps um bætta nýtingu bolfisks (sjávarafla) (skipaður 17. nóvember 2010)
Í október 2010 skilaði starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um bætta nýtingu bolfisks af sér skýrslu. Í skýrslunni er fjallað um almenn atriði sem talið er að geti leitt til betri nýtingar en einnig sértækari aðgerðir eins og virðiskeðju ísfisks og fullvinnsluskip. Lagðar voru fram tillögur að aðgerðum.
Sjálfar tillögurnar koma m.a. fram í yfirliti í kafla 4 “Tímasetning aðgerða”. Þar er sett fram áætlun um að tillögur um blóðgun og fyrstu kælingu, viðhorf til nýtingar, verklag frá veiðum til vinnslu og bætt hausun komi til framkvæmda fyrir 1. september 2011. Þá kemur fram áætlun um að tillögur um forsendur við val á veiðiskipum, fyrirkomulag á ferskfiskmörkuðum, slóghlutfall, nýtingu hausa og nýtingarmælingar komi til framkvæmda fyrir 1. september 2012.
Í framhaldi af þessu er ákveðið að skipa starfshóp sem færi yfir tillögurnar sem lagðar voru fram í skýrslunni og ynni að framfylgd og eftirfylgni þeirra í samvinnu við hagsmunaaðila. Mikilvægt er einnig að starfshópurinn fylgist vel með stöðu þessara mála á hverjum tíma og láti aðila þ.m.t. stjórnvöld vita t.d. með gerð stuttrar stöðuskýrslu tvisvar á hvoru þessara ára um hvernig til sé að takast.
Í vinnuhópnum eru:
- Jón Eðvald Friðriksson formaður hópsins,
- Gunnar Tómasson frá SF,
- Hrefna Karlsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuenytinu,
- Sveinn Margeirsson Matís ohf.