Ríkisstjórnin mun hraða aðgerðum til að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi
Í tengslum við undirritun viljayfirlýsingar vegna skuldavanda heimilanna í dag var jafnframt gengið frá yfirlýsingu um verðtryggingu og lífeyrismál.
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um verðtryggingu og lífeyrismál
Ríkisstjórnin mun hraða aðgerðum til að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi, sbr. einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Í ljósi þess að þátttaka lífeyrissjóða í aðgerðum þessum leggst með misjöfnum hætti á sjóðina og staða þeirra gagnvart lífeyrisskjörum er ólík mun ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr misvægi af þeim sökum og hraða þeirri vinnu sem í gangi er varðandi framtíðarfyrirkomulag lífeyrismála.
Reykjavík 3. desember 2010