Hoppa yfir valmynd
6. desember 2010 Forsætisráðuneytið

Góðgerðasamtök styrkt um 6 milljónir króna

Að tillögu forsætisráðherra samþykkti ríkisstjórnin á síðasta fundi sínum að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni einstakra ráðuneyta en að andvirðinu yrði varið til félagasamtaka sem aðstoða þá sem höllum fæti standa. Af þessu tilefni samþykkti ríkisstjórnin að veita samtals sex milljónum króna til níu samtaka sem starfa hér á landi. Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, félagasamtök, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta