45 -2010 Flugvellir í Evrópu vinna að því að draga úr losun CO2
Í dag hafa 25 flugvellir í 13 löndum fengið vottun. Sjö hafa fengið vottun á hæsta stigi og hafa þar með náð því að afmá kolefnislosun sína.
Stig vottunar eru fjögur:
Fyrsta stigs vottun fær flugvöllur sem hefur náð að gera yfirlit yfir losun sína og reikna út heildarlosun innan síns umráðasvæðis, bæði beint og óbeint.
Annars stigs vottun fær flugvöllur sem hefur, eftir að hafa náð utan um losun sína, sett sér markmið um minni losun og sýnt fram á samdrátt í losun frá fyrri árum.
Þriðja stigs vottun fær flugvöllur sem hefur tekist að skuldbinda aðila innan umráðasvæðis síns um minni losun, svo sem eins og flugfélög, flugumferðarstjórn, þjónustu við flugvélar á jörðu niðri o.fl.
Þriðja stig + er veitt flugvöllum sem hafa náð jafnvægi í losunarlegu tilliti. Er þá átt við að sú losun sem flugvöllurinn getur ekki afmáð getur hann jafnað með því að kaupa losunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu. Ekki er mögulegt að fara beint á þetta stig með því að einfaldlega kaupa kvóta, uppfylla þarf kröfur hinna stiganna þriggja.
Þeir flugvellir sem hafa fengið vottun á hæsta stigi eru: Umea, Bromma og Arlanda í Svíþjóð, Malpensa og Linate í Napolí á Ítalíu, Gardemoen og Þrándheimur í Noregi. Um þessa sjö flugvelli fer 30% af flugumferð í Evrópu og viðleitni þeirra hefur þegar skilað 540 þús. tonna minnkun í losun CO2.
Heilstæð markmið um samdrátt í losun hafa ekki verið sett fram þar sem flugvellir í Evrópu eru á ólíkum stigum í þessum efnum. Sumir flugvellir hafa árum saman reynt að takmarka losun og hafa því minna svigrúm í dag, á meðan aðrir eru rétt að byrja.
Þetta má sjá í 4092-hefti Europolitics.