Hoppa yfir valmynd
7. desember 2010 Innviðaráðuneytið

48 - 2010 Ráðherraráðið leggur áherslu á vernd óvarðra vegfarenda

Ráðherraráð ESB telur að brýn þörf sé á að vernda óvarða vegfarendur, þ.e. unga og gamla vegfarendur, hjólreiðafólk, gangandi fólk, fólk á mótorhjólum og fatlað fólk, og að unnin verði áætlun í þá veru.

Ráðherraráðið telur að hjólreiðafólk sé sá hópur sem mest þarf á úrbótum að halda. Þetta kemur fram í niðurstöðu ráðherraráðsins frá 2. desember 2010. Þessi niðurstaða ráðsins er í samræmi við umferðaröryggisáætlun framkvæmdastjórnarinnar fyrir árin 2010-2020 frá 20. júlí 2010 en þar er áréttað markmið fyrri áætlunar framkvæmdastjórnarinnar um að fækka dauðsföllum í umferðinni um helming á tímabilinu.

Þetta má lesa í 4097-hefti Europolitics.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta