Hoppa yfir valmynd
7. desember 2010 Utanríkisráðuneytið

Rýnifundi um stefnu í samkeppnismálum lokið

Rýnifundi um 8. kafla löggjafar Evrópusambandsins, samkeppnisrétt og ríkisaðstoðarreglur, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Rætt var um framkvæmd reglna hérlendis á sviði samkeppnismála og ríkisaðstoðar en 8. kafli er hluti af EES-samningnum. Ísland hefur þegar tekið upp löggjöf ESB á þessu sviði og yrðu reglur um samkeppnisrétt og ríkisaðstoð því hinar sömu og nú, komi til aðildar Íslands. Ekki verður séð að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi kalla á aðrar breytingar en þær, að stofnanir ESB tækju við hlutverki stofnana EFTA í samkeppnismálum.

Á rýnifundinum var rætt um mögulega ríkisaðstoð í kjölfar bankahrunsins en sem dæmi um tegundir ríkisaðstoðar má nefna byggðaaðstoð, aðstoð til rannsóknar- og þróunarverkefna, aðstoð til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aðstoð til skipasmíðaiðnaðar.  Einnig var rætt um rekstrarform Íbúðalánasjóðs og einkasölu ríkisins á áfengi í smásölu sbr. álit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis þar að lútandi.

Greinargerð samningahópsins sem fjallar um stefnu í samkeppnismálum (EES II) hefur verið birt á heimasíðunni esb.utn.is en í henni er að finna nánari útlistun á viðfangsefni kaflans.

Sjá hér greinargerð samningahóps um samkeppnismál (pdf)

Sjá tímaáætlun vegna rýnivinnu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta