Hoppa yfir valmynd
9. desember 2010 Matvælaráðuneytið

Kínverjar heimsækja ráðuneyti

Kínverjar og Jón Bjarnason-des-10
Kínverjar og Jón Bjarnason-des-10

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók þann 8. desember á móti kínverskri sendinefnd sem er hér á landi í boði Marel á Íslandi. Kínverjarnir koma frá fyrirtækinu Dalian Tianbao sem er eitt fremsta fyrirtæki þar í landi í meðferð fiskafurða og með um 200 tonna framleiðslu á dag. Þá voru með í för tveir af starfsmönnum Marel í Kína en fulltrúar Dalian Tianbao voru fjórir. Auk heimsóknar í ráðuneytið kynntu gestirnir sér fiskvinnslu og -veiðar á Íslandi.

Á fundi sem hinir kínversku gestir sátu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sögðu skrifstofustjóri auðlindaskrifstofu ráðuneytisins og forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar frá íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, skrifstofustjóri hjá ráðuneytinu sagði frá bleikjueldi auk þess sem forstöðumaður upplýsingasviðs Fiskistofu gerði grein fyrir starfsemi Fiskistofu og vöktunarkerfi íslenskra fiskiskipa. 

Á myndinni er ráðherra ásamt hinum kínverslu gestum, f.v. talið: Jerry Zhang útflutningsstjóri hjá Dalian Tianbao, Henry Hsieh, sölustjóri fiskiðnaðar hjá  Marel í Kína, Jin Guofu, framleiðslustjóri hjá Dalian Tianbao, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sun Xianzhong forstjóri hjá Dalian Tianbao.

 

Kínverjar og Jón Bjarnason-des-10

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta