Hoppa yfir valmynd
9. desember 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kynningar á niðurstöðum viðræðna um Icesave

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 26/2010

Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands funduðu um málefni Icesave í Lundúnum í gær, miðvikudag.

Afrakstur viðræðnanna verður fyrst kynntur í dag formönnum stjórnmálaflokkanna sem tilnefndu fulltrúa í samninganefndina. Því næst fá utanríkis-og fjárlaganefnd, þingflokkar og aðilar vinnumarkaðarins kynningu. Samninganefndin heldur að því loknu blaðamannafund þar sem málið verður kynnt opinberlega. Blaðamannafundurinn verður haldinn í Iðnó, efri hæð kl. 18.00.

Reykjavík, 9. desember 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta