Grænlensk þingnefnd í heimsókn
Fulltrúar í veiði- og landbúnaðarnefnd grænlenska þingsins heimsóttu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þann 9. desember. Starfsmenn ráðuneytisins og forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar kynntu gestunum íslenskan sjávarútveg. Eftir heimsókn í ráðuneytið skoðuðu Grænlendingarnir bleikjueldi á Suðurnesjum og útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Grindavík.
Á myndinni sem hér fylgir er Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar lengst til hægri með gestunum sem eru f.v. talið; Hans Aronsen formaður veiði- og landbúnaðarnefndar grænlenska þingsins, Knud Fleischer nefndarmaður, Juliane Henningsen varaformaður, Julie Kristensen ritari nefndarinnar, Finn Karlsen nefndarmaður og Hans Kreutzmann túlkur nefndarinnar. Milli Hans og Jóhanns er Níels Árni Lund skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.