Hoppa yfir valmynd
10. desember 2010 Matvælaráðuneytið

Grænlensk þingnefnd í heimsókn

heimsókn grænlendinga des 2010
heimsókn grænlendinga des 2010

Fulltrúar í veiði- og landbúnaðarnefnd grænlenska þingsins heimsóttu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þann 9. desember. Starfsmenn ráðuneytisins og forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar kynntu gestunum íslenskan sjávarútveg. Eftir heimsókn í ráðuneytið skoðuðu Grænlendingarnir bleikjueldi á Suðurnesjum og útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Grindavík.

 

Á myndinni sem hér fylgir er Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar lengst til hægri með gestunum sem eru f.v. talið; Hans Aronsen formaður veiði- og landbúnaðarnefndar grænlenska þingsins, Knud Fleischer nefndarmaður, Juliane Henningsen varaformaður, Julie Kristensen ritari nefndarinnar, Finn Karlsen nefndarmaður og Hans Kreutzmann túlkur nefndarinnar. Milli Hans og Jóhanns er Níels Árni Lund skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

 

heimsókn grænlendinga des 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta