Hoppa yfir valmynd
15. desember 2010 Innviðaráðuneytið

Drög að nýrri reglugerð um flugvelli til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að nýrri reglugerð sem er breyting á reglugerð um flugvelli nr. 464/2007. Umsagnir skulu sendar á netfangið [email protected] og er veittur frestur til til 29. desember.

Reglugerð um flugvelli hefur að geyma skilgreiningar og kröfur um búnað og þjónustu sem vera skuli fyrir hendi á öllum flugvöllum og lendingarstöðum, þar með talið þyrluvöllum, í þágu almenningsflugs og hvort heldur er til almennra nota eða einkanota.

Breytingarnar taka einkum til atriða er varða viðbúnaðarþjónustu flugvalla vegna flugslysa eða flugatvika en þau atriði ná ekki til krafna til að berjast við eld í mannvirkjum. Auk krafna um búnað, svo sem um slökkviefni og fjölda slökkvibíla, tekur reglugerðin til atriða er varða neyðaráætlun og þá viðbúnaðarþjónustu sem flugvöllur skal veita sem fyrsta viðbragð ef flugslys eða flugatvik verður við flugvöll eða á honum.

Reglugerðin er sett samkvæmt heimildum í 56. gr. sbr. VII. kafla og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta