Skipurit innanríkisráðuneytisins kynnt
Skipurit innanríkisráðuneytisins, sem tekur til starfa 1. janúar næstkomandi, var kynnt starfsfólki sem sameinast í hinu nýja ráðuneyti á miðvikudag. Þar gert ráð fyrir sex skrifstofum, þremur fagskrifstofum og þremur stoðskrifstofum.
Heiti skrifstofanna og verkefni eru eftirfarandi:
Skrifstofa stefnumótunar og þróunar
- Stefnumótun og árangursstjórnun
- Áætlanagerð og samþætting áætlana
- Þjónustusamningar
- Skjala- og gæðamál
- Almannatengsl
- Mannauðsmál
Skrifstofa fjármála og rekstrar
- Fjárlagagerð og rekstraráætlanir
- Framkvæmd fjárlaga
- Eftirlit með rekstri stofnana
- Rekstur ráðuneytisins
- Húsnæði
- Innri þjónusta
Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu
- Stjórnsýsluúrskurðir
- Gerð lagafrumvarpa og reglugerða, samskipti við Alþingi og umboðsmann Alþingis
- Dómstólar, réttarfar, greiðsluaðlögun, gjafsókn
- Birting laga og stjórnvaldserinda
- Réttindi og leyfisveitingar
- Samhæfing EES mála
Skrifstofa almannaöryggis
- Löggæsla
- Landamæraeftirlit og Schengen
- Mansal
- Almannavarnir
- Björgunarmál
- Ákæruvald
- Framsal
- Fangelsismál og fullnusta dóma
- Landhelgisgæsla
- Vöktun, eftirlit og öryggisfjarskipti
- Flugvernd, siglingavernd og farmvernd
- Varnarmál
Skrifstofa mannréttinda og sveitarfélaga
- Nærþjónusta
- Sveitarfélög
- Jöfnunarsjóður
- Sýslumenn
- Grunnskrár
- Þjóðskrá
- Mannanöfn
- Vegabréf og skilríki
- Fasteignaskrá
- Málefni útlendinga
- Dvalarleyfi
- Málefni hælisleitenda
- Ríkisborgararéttur
- Kosningar
- Persónuvernd
- Trúmál og málefni þjóðkirkjunnar
- Málefni fjölskyldunnar
- Barnaréttur
- Hjúskaparlög
- Brottnámsmál
- Erfðamál
- Ættleiðingar
Skrifstofa innviða
- Grunnnet og flutningar
- Samgöngur
- Samskipti
- Almenningssamgöngur
- Öryggi og neytendavernd
- Samgöngur
- Samskipti
- Viðskipti
- Tækni
- Samhæfing og þróun tæknilegra innviða stofnana