Hoppa yfir valmynd
21. desember 2010 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á ESB tollkvóta á landbúnaðarafurðum

Tilkynning

frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um úthlutun á ESB tollkvóta á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – desember 2011

 

 Mánudaginn 13. desember 2010 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – desember 2011 og bárust samtals nítján tilboð í tollkvótann.

 

Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti á vörulið 0202 samtals 436.000 kg á meðalverðinu 70 kr./kg. Hæsta boð var 280 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg á meðalverðinu 139 kr./kg.

 

Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti á vörulið 0203.2100 og 0203.22xx, samtals 254.000 kg á meðalverðinu 11 kr./kg. Hæsta boð var 21 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 17 kr./kg.

 

Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti á vörulið 0203.29xx, samtals 365.000 kg á meðalverðinu 51 kr./kg. Hæsta boð var 105 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg á meðalverðinu 84 kr./kg.

 

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, á vörulið 0207.1200 og 0207.3300, samtals 488.000 kg á meðalverðinu 48 kr./kg.  Hæsta boð var 111 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg á meðalverðinu 102 kr./kg.

 

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, á vörulið 0207, samtals 547.000 kg á meðalverðinu 433 kr./kg. Hæsta boð var 600 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg á meðalverðinu 530 kr./kg.

 

Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**) á vörulið ex 0210, samtals 43.000 kg á meðalverðinu 46 kr./kg. Hæsta boð var 110 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 43.000 kg á meðalverðinu 46 kr./kg, en í boði voru 50.000 kg.

 

Sjö tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 213.000 kg á meðalverðinu 131 kr./kg. Hæsta boð var 301 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 80.000 kg á meðalverðinu 235 kr./kg.

 

Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið ex 0406 samtals 60.000 kg á meðalverðinu 114 kr./kg.  Hæsta boð var 202 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 20.000 kg á meðalverðinu 195 kr./kg.

 

Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti. á vörulið 1601, samtals 77.100 kg á meðalverðinu 53 kr./kg. Hæsta boð var 90 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg á meðalverðinu 71 kr./kg.

 

Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti.... á vörulið 1602, samtals 173.200 kg á meðalverðinu 160 kr./kg. Hæsta boð var 301 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá  átta fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg á meðalverðinu 244 kr./kg.

 

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 

Kjöt af nautgripum, fryst, 0202

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  18.386 Aðföng ehf
    2.000 Esja kjötvinnsla ehf
    5.000 Innnes ehf
  40.000 Kaupás hf
    1.000 Perlukaup ehf
    1.776 Samkaup hf
  16.838 Sælkeradreifing ehf
    1.000 Sælkerinn ehf
  14.000 Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf
100.000  

 

Svínakjöt, fryst, 0203. 2100 og 0203.22xx

Magn (kg) Tilboðsgjafi
    2.000 Esja kjötvinnsla ehf
       857 Innnes ehf
  20.000  Kaupás hf
  77.143 Mata hf
100.000  

 

Svínakjöt, fryst, 0203.29xx 

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  67.000 Aðföng ehf
  30.000 Kaupás hf
    3.000 Samkaup hf
100.000  

 

Kjöt af alifuglum, fryst, 0207.1200 og 0207.2200

Magn (kg) Tilboðsgjafi
   20.000 Innnes ehf
   65.000 Kaupás hf
   15.000 Reykjagarður hf
100.000  

 

Kjöt af alifuglum, fryst, 0207

Magn (kg) Tilboðsgjafi
  50.000 Aðföng ehf
  32.990 Innnes ehf
  10.000 Kaupás hf
         10 Mata hf
    7.000 Sælkeradreifing ehf
100.000  

 

Kjöt og ætir hlutar af dýrum. ex 0210 

Magn (kg) Úthlutað án útboðs
 10.000 Aðföng ehf
      500 Esja kjötvinnsla ehf
   5.000 Innnes ehf
   5.000 Ísl. Matvörur ehf
   2.500 Karl K. Karlsson ehf
   5.000 Kaupás hf
   2.000 Perlukaup ehf
 10.000 Sælkeradreifing ehf
   3.000 Sælkerinn ehf  
 43.000  

 

Ostur og ystingur 0406

Magn (kg) Tilboðsgjafi
 10.000 Aðföng ehf
 30.000 Innnes ehf
 10.000 Kaupás hf
 30.000 Sólstjarnan ehf
 80.000  

 

Ostur og ystingur ex 0406

Magn (kg) Tilboðsgjafi
 10.000 Innnes ehf
 10.000 Kaupás hf
 20.000  

 

Pylsur og þess háttar vörur 1601

Magn (kg) Tilboðsgjafi
 41.818  Aðföng ehf
      182 Ekran ehf
   5.000 Innnes ehf
   3.000 Sælkeradreifing ehf
 50.000  

 

Annað kjöt, hlutar úr dýrum. 1602 

Magn (kg) Tilboðsgjafi
   2.800 Aðföng ehf
      200 Ásbjörn Ólafsson ehf
   1.000 Ekran ehf
 13.000 Innnes ehf
   2.000 Ísl. Matvörur ehf
   1.000 KFC ehf
 12.000 Sólstjarnan ehf
 18.000 Sælkeradreifing ehf
 50.000  

 

 

Reykjavík, 21. desember  2010.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta