Nr. 79/2010 - Reglugerð um hámarksmagn transfitursýra í matvælum.
Reglugerð um hámarksmagn transfitusýra í matvælum.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag skrifað undir reglugerð um hámarksmagn transfitusýra í matvælum. Samkvæmt reglugerðinni er óheimilt að markaðssetja matvæli sem innihalda meira en 2 grömm af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum af heildarfitumagni.
Reglur þessar gilda um fitu og önnur matvæli sem innihalda fitu, hvort sem er innihaldsefni eða afleiðingar framleiðsluferlis. Reglugerðin gildir ekki um transfitusýrur sem eru í dýrafitu frá náttúrunnar hendi.
Frestur til að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar er til 1. ágúst 2011.
Reglugerð um hámarksmagn transfitusýa í matvælum.
Frá undirskrift reglugerðar um hámarksmagn transfitusýra.
Á myndinni eru f.v. Baldur P. Erlingsson lögfræðingur í ráðuneytinu, Jón Bjarnason ráðherra, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Ingimar Jóhannsson skrifstofustjóri í ráðuneytinu.