Hoppa yfir valmynd
22. desember 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til háskólanáms og sumarnámskeiða í Danmörku

Styrkir til háskólanáms og sumarnámskeiða í Danmörku
Stjórnvöld í Danmörku
(Ministeriet for Videnskab, Teknologi og Udvikling, Styrelsen for international udvikling) bjóða fram styrki til háskólanáms í Danmörku skólaárið 2011-2012. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum frá löndum innan Evrópusambandsins, svo og námsmönnum frá Íslandi, Sviss, Serbíu og Tyrklandi.
Styrkirnir eru ætlaðir til meistara- og doktorsnáms í danskri tungu og menningu svo og öðrum tengdum námsgreinum í allt að 2 misseri við háskóla eða samsvarandi stofnanir er heyra undir ráðuneyti vísinda, tækni og menntunar í Danmörku. BA-nemar sem stunda háskólanám í dönsku við erlenda skóla koma einnig til greina. Ennfremur geta erlendir námsmenn á öllum stigum framhaldsnáms sótt um styrki til að sækja sumarnámskeið.

Umsóknarfrestur um styrki til lengri námsdvalar er til 28. febrúar 2011 en  umsóknarfrestur um styrki til sumarnámskeiða er til 28. mars 2011.
Nánari upplýsingar um styrkina er hægt að nálgast á vefslóðinni:

http://en.iu.dk/grants-and-scholarships/cultural-agreements/EU-countries%2C%20Iceland%2C%20Switzerland%20and%20Turkey

Leiðbeiningar og umsóknareyðublöð fást á vefslóðinni:

http://en.iu.dk/grants-and-scholarships/cultural-agreements/EU-countries%2C%20Iceland%2C%20Switzerland%20and%20Turkey/application-form

Nauðsynlegt er að umsækjendur kynni sér ítarlega allar upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig skuli sækja um styrkina því að ófullnægjandi umsóknir verða ekki teknar til greina.
Öllum umsóknum frá ofantöldum 23 löndum um styrki til lengri námsdvalar eða til að sækja sumarnámskeið er safnað saman hjá danska ráðuneytinu þannig að ekki er vitað fyrirfram hvort einhver styrkur kann að koma í hlut Íslendinga.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 22. desember 2010.

menntamálaráðuneyti.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta