Hoppa yfir valmynd
23. desember 2010 Matvælaráðuneytið

Nr. 80/2010 - Reglugerð um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs.

 

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skrifað undir reglugerð um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Samkvæmt reglugerðinni er matvæla- og fóðurfyrirtækjum gert skylt að merkja matvæli sem samanstanda eða innihalda erfðabreytt efni.

Markmið þessara reglna er að tryggja upplýst val neytenda við kaup á matvöru. Matvæla- og fóðurfyrirtækjum verður gert skylt að upplýsa eftirlitsaðila um feril vörunnar og innihald hennar.

 Frestur til að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar er til 1. ágúst 2011.

Reglugerðina má sjá hér.

Frá undirskrift reglugerðar um hámarksmagn transfitusýra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá undirskrift reglugerðar um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs.
Á myndinni eru auk ráðherra þau f.v. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Baldur P. Erlingsson lögfræðingur í ráðuneytinu og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta