Embætti skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ársæl Guðmundsson í embætti skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði til fimm ára.
Ársæll Guðmundsson hefur starfað sem skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar frá stofnun hans árið 2006. Þar á undan var hann sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 2002 til 2006 og aðstoðarskólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra frá 1994 til 2002.
Ársæll er með meistaragráðu í námsmatsfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og hefur lokið námi til dokstorsprófs í sama skóla. Þá hefur hann kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands.