Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árið 2011 er Alþjóðlegt ár skóga

Alþjóðlegt ár skóga 2011
Alþjóðlegt ár skóga 2011

Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2011 skógum að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmið Sameinuðu þjóðanna með því er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda.

Sameinuðu þjóðirnar hafa úbúið sérstakt merki ársins sem hefur yfirskriftina Skógar fyrir fólk og á að endurspegla þá fjölþættu umhverfisþjónustu sem skógar veita.

Á alþjóðlegu ári skóga 2011 verða ýmsir viðburðir hér á landi til að vekja athygli á málefnum og mikilvægi skóga og skógræktar.

Upplýsingar um alþjóðlegt ár skóga er að finna á sérstakri vefsíðu Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta