Greinargerð um lúðuveiðar og hugsanlegar aðgerðir til verndunar stofninum
Nr. 1/2011
Greinargerð um lúðuveiðar og hugsanlegar aðgerðir til verndunar stofninum
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið taka saman greinargerð um lúðuveiðar, ástand stofnsins við Ísland og hugsanlegar aðgerðir til verndunar á stofninum.
Starfshópur ráðherra var skipaður starfsmönnum ráðuneytisins, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunarinnar. Hópurinn kom saman fimm sinnum og fundaði meðal annars með hagsmunaaðilum.
Í greinargerðinni kemur fram að ástand lúðustofnsins hér við land er mjög bágborið. Þá eru rannsóknir á stofninum ófullnægjandi. Engin aflamarksstýring er á lúðuveiðum en meirihluti lúðuafla berst sem meðafli. Auk þess eru stundaðar beinar línuveiðar á lúðu með svokallaðri haukalóð og hefur sú veiði farið vaxandi á undanförnum árum.
Hafrannsóknarstofnunin hefur um árabil lagt áherslu á að stöðva beinar lúðuveiðar. Starfshópurinn tekur undir þá tillögu stofnunarinnar en veltir einnig upp öðrum möguleikum til að takmarka sókn í stofninn.
Engar ákvarðanir liggja enn fyrir og er málið nú í höndum ráðherra.
Greinargerðina í heild má nálgast hér.