Norðurslóðaáætlun: Kynning á rannsókn um íslenska dreifbýlisverslun
Niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskra dreifbýlisverslana og mögulegum sóknarfærum hennar verður kynnt á Háskólanum Bifröst föstudaginn 14. janúar kl. 17:00 – 18:30 Á þessum sama degi hefst eins árs ráðgjafa- og fræðsluverkefni fyrir stjórnendur dreifbýlisverslana. Þátttakendur eru um 40 verslunarstjórnendur af öllu landinu sem munu bæði fá ráðgjöf og fræðslu sem miðar að því að styrkja stöðu verslana þeirra. Sjá fréttatilkynningu hér
Verkefnið Verslun í dreifbýli (Retail in Rural Regions) er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni innan Norðurslóðaáætlunar (NPP). Samstarfsaðilar eru frá 6 þjóðum þ.e. Finnlandi, Írlandi, Norður Írlandi, Færeyjum, Skotlandi auk Íslands og lýkur verkefninu í árslok 2011. Emil Karlsson hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar í nánu samstarfi við Háskólann á Bifröst leiðir íslenska hluta verkefnisins. Auk Rannsóknarsetursins eru íslenskir þátttakendur í verkefninu Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og SSNV-atvinnuþróun. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins http://www.rrr-project.net
Vinsamlega tilkynnið þátttöku kynningarfundinum á netfangið [email protected]