Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2011 Matvælaráðuneytið

Heildstæð Orkustefna fyrir Ísland tilbúin til umsagnar.

Fréttatillkynning nr 1/2011.
Hér á landi hefur lengi verið kallað eftir heildstæðri orkustefnu, þar sem fjallað eru um þá þætti er sérstaklega lúta að íslenskum orkumálum.

Seinni hluta árs 2009 skipaði iðnaðarráðherra stýrihóp til að vinna að slíkri heildstæðri orkustefnu fyrir landið. Vinna stýrihópsins er nú á lokasprettinum, en áður en gengið verður endanlega frá stefnunni gefst almenningi og hagsmunaaðilum kostur á að gera athugasemdir við drögin, en þau er að finna á heimasíðu stýrihópsins, www.orkustefna.is.

Óskað er eftir því að allir sem láta sig þetta mikilvæga mál varða, sendi inn athugasemdir fyrir 9. febrúar næstkomandi.

Að loknu umsagnarferlinu verður unnið úr athugasemdum og stefnan gefin út.

Í drögum að stefnunni er m.a. fjallað um hvernig mæta megi orkuþörf landsins með öruggum hætti, hvernig hægt sé að tryggja að þjóðin njóti arðs af orkuauðlindum sínum, hámörkun þjóðhagslegrar hagkvæmni við orkuvinnslu og hvernig draga megi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Orkusparnaður, loftslagsmál og samspil ofangreindra þátta við sjálfbæra þróun leika einnig veigamikið hlutverk í umfjölluninni.

Í stýrihópnum sitja þau Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður, Bergur Sigurðsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Guðni A. Jóhannesson, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Gunnar Tryggvason og Salvör Jónsdóttir.  Með hópnum starfar Helga Barðadóttir sérfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu.

Nánari upplýsingar um umsagnarferlið veitir Helga Barðadóttir.
Netfang: [email protected], sími: 545-8500.

                                                       Reykjavík, 13. Janúar 2011.

Tengill á Orkustefnu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta