Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verkefnisstjóri í aðgerðum gegn einelti

Verkefnisstjórn á vegum fjögurra ráðuneyta um aðgerðir gegn einelti auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra.

Verkefnisstjórn á vegum fjögurra ráðuneyta um aðgerðir gegn einelti auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra. Um er að ræða 50% starf til eins árs frá febrúar 2011 í tilraunaskyni. Verkefnisstjórinn mun vinna fyrir verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti og hafa umsjón með og fylgja eftir þeim verkefnum sem hún ákveður að skuli framkvæmd, m.a. umsjón með fagráði sem tekur við eineltismálum til úrlausnar.

Leitað er að einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni, góður í mannlegum samskiptum, skipulagður og vanur að vinna sjálfstætt. Nauðsynlegt er að einstaklingurinn hafi víðtæka þekkingu á eineltismálum og reynslu af úrlausn eineltismála.

Menntunarskilyrði er háskólapróf í uppeldisfræðum, sálfræði, félagsráðgjöf, náms- og starfsráðgjöf eða af öðrum sambærilegum sviðum. Enn fremur er lögð áhersla á góða færni í ensku og að minnsta kosti einu Norðurlandamáli. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og reynsla af störfum á opinberum vettvangi er kostur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í upphafi árs 2011. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Umsóknir ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Verkefnisstjórn um einelti, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, merktar: "Verkefnisstjóri gegn einelti", í síðasta lagi þriðjudaginn 2. febrúar 2011.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna María Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri, í síma 545 9500 eða í tölvupósti á [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta