Samstarfssamningur um sögutengda ferðaþjónustu
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu undirrituðu nýlega samstarfssamning til eins árs um stuðning við starf samtakanna. Meginmarkmið samstarfsins er að vinna að uppbyggingu á söguferðaþjónustu víða um land auk þess sem verður unnið að því að gera heildstæða ferðapakka tilbúna til markaðssetningar.
Samningurinn felur í sér 2 m.kr. fjárframlag frá ráðuneytinu til viðbótar við þær 1,7 m.kr. sem samtökin fá gegnum fjárlög 2011. Auk þess fá samtökin aðgang að sérfræðingi á Ferðamálastofu til að starfa að því að ná markmiðum samstarfsins.