Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2011 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund í London

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands sækja leiðtogafund í London 19.-20. janúar næstkomandi.

Markmið fundarins er að deila þekkingu og reynslu af árangursríkum verkefnum, bæði í stjórnsýslu og á einkamarkaði, sérstaklega varðandi grænan hagvöxt, velferð og nýsköpun. Sérstök áhersla verður lögð á að leiða saman sérfræðinga til að skoða frekari samstarfsmöguleika og viðskiptatækifæri á ýmsum vettvangi.

Fundurinn verður með nokkuð öðru sniði en almennt gerist um leiðtogafundi, þannig að hvert land leggur til fimm kynningar um ýmis málefni sem fundurinn fjallar um. Af hálfu Íslands verða kynningar á verkefnum frá Vilborgu Einarsdóttur, Mentor, Jóni Ágústi Þorsteinssyni, Marorku, Soffíu Gísladóttur, Vinnumálstofnun Norður- og Austurlandi, Margréti Pálu Ólafsdóttur, Hjalla og Helgu Valfells, Nýsköpunarsjóði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta