Markmiðið er að Ísland verði í forystu við notkun á endurnýjanlegri orku í samgöngum
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, leggur í dag fram á alþingi tillögu til þingsályktunar um orkuskipti í samgöngum. Markmiðið er að stuðla að uppbyggingu græna hagkerfisins með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Mun þetta leið til minni losunar gróðurhúsalofttegunda, gjaldeyrissparnaðar, sköpunar nýrrar þekkingar og atvinnustarfsemi.
Til að ná þessum markmiðum eru sett fram níu stefnumið sem lúta meðal annars að því að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta sér orkusparandi tækni t.d. með skattaívilnunum og hagrænum hvötum. Jafnframt er lögð er mikil áhersla á fræðslu, nýsköpun og rannsóknirá sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Þingsályktunin byggir á vinnu starfshóps sem í sátu fulltrúar fjögurra ráðuneyta, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja. Verði tillagan samþykkt mun í framhaldinu vera unnið að ítarlegri stefnumótun, markmiðasetningu og aðgerðaráætlun fyrir orkuskipti í samgöngumálum fram til ársins 2020 og er stefnt að því að sú stefnumótun liggi fyrir í maí 2011.
Þingsályktunartillagan um orkuskipti í samgöngum er í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um heildstæða orkustefnu þar sem endurnýjanlegir orkugjafar leysi innflutta orku af hólmi. Þingsálytunin rímar einnig við þau mælanlegu markmið sem sett eru fram í Sóknaráætluninni Ísland 2020 hvað varar aukna notkun vistvæns eldsneytis í samgöngum og sjávarútvegi.