Upplýsingar fyrir umsækjendur um námsstyrki á vegum japanskra stjórnvalda - Nemendur í japönskum fræðum
Mennta- og menningarmálaráðuneyti Japans (MEXT) býður ungu fólki í grunnnámi á háskólastigi styrk til að nema japönsku og japönsk fræði við háskóla í Japan.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti Japans (MEXT) býður ungu fólki í grunnnámi á háskólastigi styrk til að nema japönsku og japönsk fræði við háskóla í Japan. Styrkurinn er veittur í allt að eitt ár, frá og með október 2011. MEXT sér fyrir flugfargjöldum fram og til baka, skólagjöldum og mánaðarlegum framfærslustyrk. (Til viðmiðunar nam framfærslustyrkurinn 125.000 japönskum jenum á mánuði fyrir skólaárið 2010; rétt er þó að taka fram að upphæðin er háð einhverjum breytingum í samræmi við fjárlög hverju sinni.)
Styrkur þessi stendur þeim til boða sem fæddir eru eftir 2. apríl 1981 og fyrir 1. apríl 1993. Umsækjendur skulu vera í grunnnámi á háskólastigi með japönsku eða japönsk fræði sem aðalfag og ætla sér halda áfram slíku námi þegar þeir snúa heim á ný.
Styrkina hljóta nemendur sem hafa nægilega þekkingu á japönsku til þess að þeir geti stundað nám í japönsku við Japanskan háskóla.
Nánari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi vefsíðu: www.is.emb-japan.go.jp* (á ensku)
Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á sömu síðu.
*Hægt er að skoða efnið undir flokknum „Scholarships“.
Útfylltum umsóknum þarf að skila til Sendiráðs Japans á Íslandi eigi síðar en 25. febrúar 2011. Þeir umsækjendur sem þykja koma til greina munu gangast undir skriflegt próf í japönsku og mæta í viðtal í sendiráðinu um miðjan mars.
Sendiráð Japans á Íslandi
Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sími:510-8600 Fax: 510-8605
Tölvupóstur:
[email protected] (fyrirspurnir á íslensku)
[email protected] (fyrirspurnir á ensku)