Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisstefnur stofnana umhverfisráðuneytisins

Umhverfisráðuneyti
Umhverfisráðuneyti

Fjórar stofnanir umhverfisráðuneytisins hafa sett sér umhverfisstefnu og fleiri stofnanir eru með slíka stefnu í undirbúningi. Þetta er niðurstaða úttektar sem umhverfisráðuneytið vann á umhverfisstarfi í rekstri sinna stofnana. Hugað er að umhverfismálum í rekstri allra stofnana ráðuneytisins, meðal annars með endurvinnslu og sorpflokkun.

Stofnanirnar fjórar sem hafa tekið upp umhverfisstefnu eru Landgræðsla ríkisins, Landmælingar Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun er eina stofnunin sem hefur sett sér vistvæna samgöngustefnu en nokkrar stofnanir ráðuneytisins hafa slíka stefnu til skoðunar.

Umhverfisráðuneytið hefur sett sér umhverfisstefnu og nú er unnið að því að ráðuneytið fái umhverfisvottunina ISO 14001. Ráðuneytið hefur einnig sett sér samgöngustefnu sem stuðlar að því að starfsfólk ráðuneytisins noti vistvænan ferðamáta í vinnu og til og frá vinnustað.

Umhverfisstefna umhverfisráðuneytisins.

Samgöngustefna umhverfisráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta